Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. september 2018

Sex íslensk fyrirtæki á ferð um Ástralíu

Sex íslensk fyrirtæki á ferð um Ástralíu
Undanfarna daga hefur Íslandsstofa staðir fyrir Íslandskynningum og vinnustofufundum í Ástralíu.

Áströlskum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum og eru þeir nú orðnir fjölmennari en ferðamenn frá ýmsum Evrópulöndum. Var því talið tímabært að halda Íslandskynningar í þremur stærstu borgum álfunnar: Sydney, Melbourne og Brisbane. Móttökur á þeim fimm fundum sem fóru fram voru framar vonum og var mikill áhugi fyrir að heimsækja Ísland. Spila þar m.a. inn í kvikmyndir á borð við Noah og þættir eins og Games of Trones sem komið hafa landinu á framfæri.
Auk hefðbundinna funda voru höfuðstöðvar Flight Center í Brisbane heimsóttar og þar haldin kynning fyrir stjórnendur, en þetta eina útibú er með 35% hlut á markaðinum og því eftir talsverðu er að slægjast.
Ástralir fara í yfir 10 milljón ferðir til útlanda á ári sem skiptast mjög jafnt yfir alla mánuði ársins og því góðir möguleikar á að markaðssetja Ísland þar sem vetraráfangastað.
Það eru fyrirtækin Arctic Adventures, Allrahanda - Grayline, Icelandair, Iceland Travel og Iceland Tours - Terra Nova sem taka þátt í þessu verkefni.

Meðfylgjandi eru myndir frá kynningarfundi í Brisbane.

Deila