Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. september 2018

Sex íslensk fyrirtæki með Íslandsstofu á Top Resa í París

Sex íslensk fyrirtæki með Íslandsstofu á Top Resa í París
Top Resa ferðakaupstefnan hófst í dag í París en kaupstefnan fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Íslandsstofa tekur þátt í Top Resa, líkt og undanfarin ár.
Að þessu sinni eru sex íslensk fyrirtæki á þjóðarbásnum: Icelandair, Iceland Travel, Norðursigling, Snæland Travel, Terra Nova og Wow air, auk Íslandsstofu.

Frakkar sýna Íslandi síaukinn áhuga og vekur Icelandic Pledge sérstaka athygli þar sem franskir söluaðilar Íslandsferða eru ánægðir með að ferðamenn séu hvattir til að ferðast um landið á ábyrgan hátt.

Top Resa er stærsta fagkaupstefnan á sviði ferðaþjónustu í Frakklandi og því mikilvægur vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja auka veg sinn á þessum markaði. Eingöngu fagfólk sækir hana, að jafnaði um 30.000 árlega. Kaupstefnan stendur yfir fram á föstudag.


Deila