Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. desember 2016

Sjávarafurðakaupstefna í Chicago í mars 2017 - hefur þú áhuga?

Sjávarafurðakaupstefna í Chicago í mars 2017 - hefur þú áhuga?
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins skipuleggja kaupstefnu í Chicago 16. mars nk.

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins skipuleggja kaupstefnu í Chicago 16. mars nk.

Kaupstefnan verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. tveggja tíma viðskiptafundir (B2B) sem fylgt er eftir með móttöku þar sem boðið verður upp á íslenskar sjávarafurðir.
 
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í kaupstefnunni eru beðnir að hafa samband við Hlyn Guðjónsson, aðalræðismann og viðskiptafulltrúa Íslands í New York, hlynur@mfa.is eða í síma 545 7766. Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu veitir einnig nánari upplýsingar, bjorgvin@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Deila