Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. nóvember 2019

Sjávarútvegssýning í Kína

Sjávarútvegssýning í Kína
Sjávarútvegssýningin China Fisheries & Seafood Expo fór fram dagana 30. október til 1. nóvember. Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sameiginlegu sýningarsvæði.

Þar tóku þátt fyrirtækin Tríton, Matorka, Arnarlax, Life Iceland, VSV Vestmannaeyjum, Iceland Pelagic, Brim og Iceland Responsible Fisheries. Íslenskur þjóðarbás hefur verið á sýningunni frá upphafi eða í 24 ár. Sýningin er ætluð fyrirtækjum á framleiðslu tækni og tækjabúnaðar fyrir sjávarútveg, fyrirtækjum í vinnslu sjávarafurða sem og annarri þjónustu við sjávarútveg.

Yfir 35.000 fagaðilar í greininni sækja sýninguna heim frá 99 löndum, en Kínverjar eru líklega stærstir í innflutningi á sjávarafurðum í heimi á eftir Bandaríkjunum.

Á næsta ári mun sýningin flytja í nýja sýningarhöll, Hongdao Exhibition Center sem er staðsett rétt fyrir utan Qingdao.

Sjá nánar á vefsíðu sýningarinnar


 

Deila