Sjávarútvegssýningarnar í Brussel 6.- 8. maí
Sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Expo Processing verða haldnar í Brussel dagana 6.-8. maí. Alls sýna 33 fyrirtæki undir hatti ICELAND, 15 fyrirtæki í véla, tækja og þjónustu hlutanum og 18 fyrirtæki í sjávarafurða hlutanum. Að auki sýna 5 önnur íslensk fyrirtæki á sýningunni.
Að vanda sér Íslandsstofa um allt utanumhald við skipulag þjóðar-básanna. Þetta er í 22. sinn sem sýningin er haldin og hefur íslenskur þjóðarbás verið með frá upphafi. Þetta er langstærsta sýningin í greininni, sú mikilvægasta og einnig alþjóðlegasta. Búast má við að milli 500 og 1000 Íslendingar séu í Brussel meðan á sýningunni stendur, sýnendur og gestir.
Líkt og síðustu ár mun Iceland Responsible Fisheries (IRF) verða kynnt á afurðasýningunni Seafood Expo Global sem haldin verður í Brussel 6.- 8. maí nk. Áhersla er lögð á að kynna Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra sjávarafurða og vottun og ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Nú eru 111 fyrirtæki, þar af 73 íslensk, sem taka þátt í IRF verkefninu og kynna íslenskar sjávarafurðir undir sameiginlegu upprunamerki.
Kaupendur og seljendur á íslenskum sjávarafurðum og aðrir hagsmunaaðilar eru boðnir velkomnir til fundar við starfsfólk Ábyrgra fiskveiða ses og Íslandsstofu sem sjá um að kynna verkefnið, íslenskan sjávarútveg, vottun og markaðsmál. Á sýningunni er hægt að bóka fundi með Finni Garðarssyni verkefnisstjóri hjá Ábyrgum fiskveiðum ses, Guðnýju Káradóttur forstöðumanni og Björgvini Þór Björgvinssyni verkefnisstjóra hjá Íslandsstofu.
Vinsamlegast hafið samband við Guðnýju Káradóttur varðandi nánari upplýsingar og til að bóka fundi í síma 511 4000 eða sendið póst á gudny@islandsstofa.is.
Nánari upplýsingar á vef IcelandResponsibleFisheries