Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. febrúar 2015

Sjávarútvegssýningin í Boston 15.-17. mars

Sjávarútvegssýningin í Boston 15.-17. mars
Mánudaginn 16. mars kl. 15-16.30 verður haldinn kynningarfundur á sjávarútvegssýningunni í Boston undir yfirskriftinni "Quality and responsibility all the way to market".

Seafood Expo North America og Seafood Processing North America fara fram dagana 15.- 17. mars 2015. Þetta eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár.

Kynningarfundur með þátttöku sjávarútvegsráðherra 

Mánudaginn 16. mars kl. 15-16.30 verður haldinn kynningarfundur undir yfirskriftinni "Quality and responsibility all the way to market". Á fundinn er boðið kaupendum og þeim sem hafa áhuga á að kynna sér framboð Íslendinga á gæðaframleiðslu sjávarafurða. Sjávarútvegsráðherra Íslands ávarpar fundinn og mun fjalla um fiskveiðistjórnun Íslendinga og fleiri tengd málefni. Auk þess verða kynningar á framboði fisks frá Íslandi, vottun ábyrgra fiskveiða, búnaði og lausnum sem tryggja gæði hráefnisins, sem og flutninganeti til Norður Ameríku. Þá mun matreiðslumeistari úr Íslenska kokkalandsliðinu taka þátt í fundinum. 

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is  

Þjóðarbásar á sýningunum

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra aðila á sýningunni í Boston á tveim þjóðarbásum, annars vegar þar sem kynntar eru sjávarafurðir og hins vegar tæknilausnir í sjávarútvegi og þjónusta. Sjávarafurðir eru kynntar undir merkjum Iceland Responsible Fisheries á bás nr. 2557 sem og verkefnið "Fresh or Frozen Fresh - Sourcing from Iceland" sem viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku er með. Sjö framleiðendur og útflytjendur njóta þjónustu hans og kynna afurðir sínar á sýningunni: Menja, HB Grandi, Iceland Seafood, Novo Food, Icelandic-Nýfiskur, IceMar og Arctic Salmon (Fjarðalax). Markmiðið er að koma á viðskiptasamböndum og auka sölu í Bandaríkjunum og Kanada. Viðskiptafulltrúinn mun standa vaktina og svara fyrirspurnum væntanlegra viðskiptavina og leiða þá saman við þátttakendur á básnum eins og við á.  Matís er einnig með aðstöðu á bás nr. 2557. Þá kynna Optimar, Valka, Héðinn og Eimskip þjónustu sína á Seafood Processing North America í samstarfi við Íslandsstofu (bás nr. 771 og 675), auk þess Marel, Promens og Íslenska umboðssalan taka þátt í sýningunni á eigin vegum.

Nánari upplýsingar um skipulag og þátttöku í sýningunni veitir Berglind Steindórsdóttir berglind@islandsstofa.is, sími 511 4000.

Iceland Naturally 12.-16. mars í Boston

Iceland Naturally stendur fyrir dagskrá í Boston dagana 12.-16. mars, Taste of Iceland á Tavern Road veitingastaðnum þar sem boðið er upp á fjögurra rétta glæsilegan matseðil, kynningu á íslenskum kvikmyndum og tónlistardagskrá laugardaginn 14. mars.

Deila