Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. mars 2012

Sjávarútvegssýningin í Boston að baki

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Boston sem fór fram dagana 11.-13. mars.

Sýningunni var skipt upp í tvo hluta, annarsvegar sjávarafurðir og hinsvegar tækni og þjónusta og var íslenski þjóðarbásinn í þeim síðarnefnda. Íslenskar sjávarafurðir voru kynntar undir merkjum Iceland Responsible Fisheries á sýningunni og á sameiginlegum hádegisverðarfundi sem haldinn var í samstarfi með Alaska 

Töluvert meiri aðsókn var að sýninguna í ár en undanfarin ár eða um 5% aukning og voru sýnendur um 900 talsins víða að úr heiminum. Mátti merkja að sýningin, sem hefur verið aðeins í lægð undanfarin ár, er aftur í sókn og að áhugi íslensku fyrirtækjanna á viðskiptum við Norður Ameríku er að aukast. Íslensku fyrirtækin voru almennt ánægð með þá athygli sem þau fengu á sýningunni. Viðskiptafulltrúi Íslands í New York, Hlynur Guðjónsson, bauð framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða á Íslandi upp á aðstoð við kynningarstarf á Íslandsbásnum með það að markmiði að koma á viðskiptasamböndum í Norður-Ameríku. Verkefnið var unnið undir heitinu „Fresh or Frozen Fresh – Sourcing from Iceland“ og tóku tíu fyrirtæki frá Íslandi þátt.

Deila