Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. nóvember 2011

Sjávarútvegssýningin í Kína að baki

Íslandsstofa hélt utan um skipulag á þjóðarbási Íslands á sjávarútvegssýningunni China Fisheries and Seafood Expo 2011 sem fór fram í borginni Qingdao í byrjun nóvember.

Sýningin hefur verið haldin árlega undanfarin 16 ár en þetta árið tóku um 800 sýnendur víðsvegar úr heiminum þátt. Gestir voru um 20.000 talsins og er sýningin orðin næst stærsta sjávarútvegssýning í heimi á eftir European Seafood Exposition í Brussel.
Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru mjög ánægð með árangur og viðtökur á sýningunni.

Sjávarútvegsiðnaðurinn í Kína hefur breyst mikið á síðustu árum og í því samhengi má meðal annars nefna að véla- og tækjahluti sýningarinnar hefur stækkað gríðarlega undanfarin tvö til þrjú ár.

Deila