Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. september 2015

Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í JATA í Japan

Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í JATA í Japan
Dagana 24.-27. september var Íslandsstofa með þjóðarbás á JATA (Japan Association of Travel Agents) sýningunni í Tókýó, í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Japan og dregur að tugi þúsund gesta ár hvert.

Dagana 24.-27. september var Íslandsstofa með þjóðarbás á JATA (Japan Association of Travel Agents) sýningunni í Tókýó, í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Japan og dregur að tugi þúsund gesta ár hvert.

Fjöldi sýnenda frá öllum heimsálfum taka þátt í JATA hverju sinni. Sjö fyrirtæki voru með fyrir Íslands hönd í ár, sem er veruleg aukning frá því undanfarin ár. Þetta voru fyrirtækin Iceland Travel, Iceland Excursions, Reykjavík Excursions, Mountaineers, Snæland, Viking KK sem er umboðsaðili Icelandair og Flugfélags Íslands, auk A&Tm sem er japansk fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu Íslandsferða.

Auk viðveru á sýningunni fóru íslensku fyrirtækin í heimsókn til Finnair og SAS, helstu flutningsaðila til Skandinavíu frá Japan. Þá munu þau sækja vinnustofur og funda með ferðaskrifstofum í Tókýó og Osaka dagana 28. og 29. september

Japönskum ferðamönnum til Íslands fjölgar stöðugt og hefur t.a.m. orðið 16,6% aukning fyrstu átta mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 7.975 árið 2104 í 9.296 árið 2015 (janúar til ágúst).

 


 

Deila