Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. nóvember 2012

Skýrsla um upplýsingatækniiðnaðinn

Skýrsla um upplýsingatækniiðnaðinn
Haldinn var fjölmennur kynningarfundur á vegum Íslandsstofu á kortlagningarvinnu upplýsingatæknigeirans en rúmlega áttatíu manns úr faginu mættu til að kynna sér helstu niðurstöður vinnunnar.

Góð eftirspurn eftir vörum og vilji til að auka útflutning

Haldinn var fjölmennur kynningarfundur á vegum Íslandsstofu á kortlagningarvinnu upplýsingatæknigeirans en rúmlega áttatíu manns úr faginu mættu til að kynna sér helstu niðurstöður vinnunnar.

Íslandsstofa í samstarfi við SUT réðust í það metnaðarfulla verkefni að kortleggja greinina til að sjá hvar samstarfsfletir liggja, bæði út frá gerð fyrirtækja áhersluþáttum þeirra í markaðssetningu. Útkoman er skýrsla sem notuð verður sem leiðarljós í framhaldinu.

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu setti fundinn, en að því loknu kynnti Vilhjálmur Jens Árnason verkefnisstjóri, helstu niðurstöður skýrslunnar. Hann sagði  að góð eftirspurn væri eftir vörum og þjónustu íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja og mikill vilji er til að auka útflutning.

Að lokum tók Magnús S. Norðdahl hjá LS Retail til máls en hann situr jafnframt í stjórn SUT (Samtök upplýsingatæknifyrirtækja). Magnús hvatti menn m.a. til aukinnar samvinnu í þeim verkefnum sem framundan eru.

Það eru mörg tækifæri fyrir hendi í íslenskum upplýsingatækniiðnaði og þessi kortlagning mun auðvelda vinnuna í framhaldinu. Þá mun Íslandsstofa ráðast í markaðstengd verkefni  á næstu tveimur árum og ljóst er að mikill áhugi er á frekari samvinnu fyrirtækjanna. 

Þeir sem vilja koma að leiðréttingum á efni skýrslunnar hafa til þess 10 daga. Leiðréttingar sendist á Andra Marteinsson verkefnastjóra, andri@islandsstofa.is

                                                                     

Deila