Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. maí 2018

Slow food verkefnið Terra Madre Nordic 2018 haldið í Kaupmannahöfn

Slow food verkefnið Terra Madre Nordic 2018 haldið í Kaupmannahöfn
Matarviðburðurinn Terra Madre Nordic fór fram í Kødbyen í Kaupmannahöfn dagana 28.- 29. apríl sl.

Terra Madre er Slow food verkefni sem haldið er í fyrsta skipti á Norðurlöndunum. Viðburðurinn byggir á fyrirlestrum, smiðjum (workshops) og sölu- og kynningarbásum fyrir fyrirtæki sem starfa samkvæmt Slow Food hugmyndafræðinni. 

Fjórtán íslenskir matvæla- og drykkjarframleiðendur tóku þátt og kynntu vörur sínar á staðnum. Það voru Icelandic Lamb, Saltverk, Pure Natura, Islandus (Krus), Móðir Jörð, Reykjavík Distillery, Omnom, Íslensk Hollusta, Klaustursbleikja, Breiðadalsbiti, Sinnep Svövu, Bone and Marrow, Reykjavík Foods, Feed the Viking og Í Boði Náttúrunnar. Einnig átti Ísland fulltrúa í málstofum um m.a. norræna matvælastefnu og upprunamerki og í smiðjum um íslenska skyrið, þang og þara í mat, súkkulaði ofl.

Íslandsstofa og Matarauður Íslands eru samstarfsaðilar verkefnisins.

Deila