Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. janúar 2017

Snjallborgir og viðskiptafundir í Nýju Delí

Snjallborgir og viðskiptafundir í Nýju Delí
Norrænu sendiráðin í Nýju Delí á Indlandi standa fyrir viðskiptaþingi um Snjallborgir (Smart Cities) 7. - 8. mars nk. í samvinnu við Confederation of Indian Industry (CII), eitt af stærstu viðskiptaráðum Indlands.

Norrænu sendiráðin í Nýju Delí á Indlandi standa fyrir viðskiptaþingi um Snjallborgir (Smart Cities) 
7. - 8. mars nk. í samvinnu við Confederation of Indian Industry (CII), eitt af stærstu viðskiptaráðum Indlands.

Verkefnið Snjallborgir er hluti af víðtæku efnahagsátaki Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Markmiðið er að stuðla að tækni- og nútímavæðingu 100 borga á Indlandi, einkum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, skipulagsmála, stafrænna fjarskipta, sorphirðu og frárennslismála.
Töluverð viðskipta- og fjárfestingatækifæri felast í verkefninu fyrir norræn fyrirtæki, enda vel þekkt fyrir kunnáttu og lausnir á þessum sviðum.

Viðskiptaþingið verður þrískipt:

  • Pallborðsumræður um fjármögnun Snjallborga með þátttakendum frá norrænum fjármálastofnunum.
  • Vinnustofur þar sem norræn fyrirtæki og stofnanir kynna hagkvæmar viðskiptalausnir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, skipulagsmála, stafrænna fjarskipta auk sorp-, skólp- og vatnsmála.
  • B2B stefnumót fyrirtækja.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að senda póst fyrir 20. janúar nk. á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is eða hafa samband í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is.

                        
 

Deila