Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. maí 2012

Söluþjálfunarnámskeiði fyrir sjávarútveginn að ljúka

Söluþjálfunarnámskeiði fyrir sjávarútveginn að ljúka
Lokavinnustofan í markaðs- og söluþjálfun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fór fram í síðastliðinni viku. Mikil aðsókn var á námskeiðið og því voru tveir hópar keyrðir samhliða.

Lokavinnustofan í markaðs- og söluþjálfun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fór fram í síðastliðinni viku. Mikil aðsókn var á námskeiðið og því voru tveir hópar keyrðir samhliða. Á síðustu vinnustofunni hjá hópunum tveimur var fjallað um kynningartækni undir leiðsögn Sverris Ragnarssonar, framkvæmdastjóra DOOR Training á Íslandi.



Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á námskeiðið í heild sinni, en það miðar að því að styrkja og aðstoða sölumenn sjávarútvegsfyrirtækja við að markaðssetja og selja vöru sína á erlendum mörkuðum. Námskeiðið stóð yfir í fjóra mánuði með eina vinnustofu í mánuði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veita Björn H Reynisson verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og
Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is

Deila