Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. mars 2015

Spænskir blaðamenn upplifa íslenska matarmenningu

Spænskir blaðamenn upplifa íslenska matarmenningu
Á dögunum komu hingað til lands tveir virtir matarblaðamenn frá Madrid á Spáni, hjónin Jose Carlos Capel og Julia Perez Lozano.

Á dögunum komu hingað til lands tveir virtir matarblaðamenn frá Madrid á Spáni, hjónin Jose Carlos Capel og Julia Perez Lozano. Þau Jose og Julia, sem skrifa m.a. fyrir stærstu dagblöð Spánar, El País og El Mundo, voru í sinni fyrstu Íslandsferð og hrifust þau mjög af landi og þjóð. Íslandsstofa skipulagði dvöl þeirra og var megin áhersla lögð á að kynna þau fyrir íslenskum mat og matarmenningu.

Blaðamennirnir dvöldu á Íslandi í fjóra daga og heimsóttu m.a. saltfiskvinnslu, tómatarækt og Bláa lónið, auk þess sem þau snæddu á nokkrum úrvalsveitingastöðum, s.s Fjöruborðið, Stokkseyri, Silfru restaurant á ION, Lava restaurant í Bláa lóninu, Hótel Holt, Dill og 101 Restaurant. Þá heimsóttu þau einnig matarmarkað í Hörpu í tengslum við Food and Fun hátíðina. Þau hjónin upplifðu Ísland mjög sterkt þessa daga þar sem íslenskur matur og náttúra spiluðu stórt hlutverk og síðast en ekki síst íslenskt vetrarveður sem sýndi mátt sinn. „Bless Ísland. Land andstæðna, norðurljósa, yndislegs fólks og síðast en ekki síst upprunaland besta saltfisks í heimi“  - en þannig hljómaði lokafærsla Juliu Perez þegar hún kvaddi Ísland á samskiptamiðlinum Twitter.

Hér má sjá grein Jose Carlos um heimsókn þeirra í Friðheima og Fontana

Hér má sjá grein Juliu Perez um íslenska saltfiskinn

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni

Deila