Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. maí 2012

Spegill spegill...

Spegill spegill...
Tiu fyrirtæki í ferðaþjónustu luku á dögunum þátttöku í verkefninu Speglinum.

Tiu fyrirtæki í ferðaþjónustu luku á dögunum þátttöku í verkefninu Speglinum. Á rúmu ári hafa stjórnendur þeirra unnið náið saman að því að skoða ýmsa þætti í rekstri fyrirtækjanna, með það fyrir augum að geta bent á það sem betur mætti fara og lagt í kjölfarið fram tillögur um úrbætur. Í þá 14 mánuði sem verkefnið stóð unnu allir að því að bæta samkeppnishæfni síns fyrirtækis. Gerðar  voru breytingar á starfsmannamálum og stjórnunarháttum, áætlanir og viðskiptamódel voru endurskoðuð og gerðar úrbætur á húsnæði, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Þátttakendur  gáfu verkefninu góða einkunn, sögðu það m.a. hafa fyllt þá eldmóði og endurvakið áhugann á rekstrinum og hjálpað þeim að bæta sig sem stjórnendur. Árangur  Spegilsins má að miklu leyti þakka það hve þátttakendur voru óhræddir við að deila upplýsingum og miðla af eigin reynslu og þekkingu.

Þátttakendur í þessum fyrsta Spegli voru: Elding hvalaskoðun, Elftours, Fisherman, Hótel Hekla, Hótel Reynihlíð, Hótel Varmahlíð, ÍT ferðir, Jarðböðin við Mývatn, Mountaineers of Iceland og Sveitasetrið Gauksmýri.

Spegillinn var þróaður út frá finnskri fyrirmynd og unninn í samstarfi við Ferðamálastofu. Nýtt verkefni hófst nú  í maí og lýkur í maí 2013.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is  og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is

Deila