Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. nóvember 2018

Starf forstöðumanns útflutnings laust til umsóknar

Starf forstöðumanns útflutnings laust til umsóknar
Íslandsstofa leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns útflutnings með ástríðu fyrir því að kynna og markaðssetja íslenskar vörur, þjónustu og skapandi greinar. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Starfssvið:

  • Leiða þjónustu Íslandsstofu við íslenskar útflutningsgreinar.
  • Skipuleggja starfsemi sviðsins og móta þjónustu við einstakar atvinnugreinar og fyrirtæki.
  • Verkefnastjórnun.
  • Eiga frumkvæði að og leiða samskipti við fyrirtæki sem starfa að útflutningi og aðra hagaðila á því sviði. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af stjórnun.
  • Að minnsta kosti 5 ára reynsla af erlendu markaðs- og kynningarstarfi og útflutningi á vöru og/eða þjónustu.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku máli í ræðu og riti, önnur málakunnátta æskileg.

Útflutningur er eitt af þremur meginsviðum Íslandsstofu ásamt sviðunum Áfangastaðurinn og Fjárfestingar. Hlutverk sviðsins er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina. Sviðið vinnur náið með atvinnulífinu og stjórnvöldum við að móta verkefni, kortleggja markaði, greina tækifæri og móta skilaboð út á markaði. Innan sviðsins eru þarfir og möguleikar hverrar útflutningsgreinar skoðaðar sem og mögulegar aðgerðir varðandi erlent markaðsstarf og hvernig Íslandsstofa getur stutt við þær.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember nk.

Nánari upplýsingar og umsókn á vef Capacent

Deila