Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. október 2013

Starfsnám hjá Íslandsstofu

Starfsnám hjá Íslandsstofu
Í boði er starfsnám hjá Íslandsstofu á vormánuðum.

Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn og vill afla sér reynslu, færi á að kynnast því fjölbreytta starfi sem unnið er í alþjóðlegri markaðssetningu hjá Íslandsstofu. Um er að ræða fimm mánaða tímabil frá janúar og fram í júní 2014. Umsóknum skal skila inn rafrænt 
fyrir 12. nóvember nk.

Hæfniskröfur

  • Umsækjandi þarf að vera í BS/BA eða meistaranámi í grein sem tengist störfum Íslandsstofu á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina
  • Góð kunnátta í ensku og íslensku. Önnur tungumálakunnátta æskileg.
  • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
  • Góð þekking á Íslandi
  • Fyrirtaks námsferill og einkunnir
  • Reynsla af fjölmiðlum, almannatengslum eða alþjóðlegri markaðssetningu æskileg

Nánari upplýsingar veitir Líney Arnórsdóttir, verkefnisstjóri, liney@islandsstofa.is, og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, inga@islandsstofa.is.

Deila