Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. nóvember 2019

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi
Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Boðað er til opinnar vinnustofa víðsvegar um landið í tengslum við stefnumótunina.

Stefnumótunin er sameiginlegt verkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands Sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála. 

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að tveimur mikilvægum verkefnum sem stefnumótunin byggir á. Annars vegar er það Jafnvægisás ferðamála þar sem álag á innviði og samfélag hefur verið metið. Hins vegar hefur Framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 verið samþykkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og þar kemur fram að ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærni.

Boðað er til opinnar vinnustofu í tengslum við stefnumótunina. Vinnustofan er opin öllum, og er mikilvægt að fá að borðinu alla hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni grasrót, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

Á vinnustofunni verða ræddar sviðsmyndir um þróun ferðaþjónustunnar til næstu ára og þær leiðir sem er mikilvægt að fara til að ná framtíðarsýn og leiðarljósi ferðaþjónustunnar um að vera leiðandi í sjálfbærni. .  

Hér að neðan sjá yfirlit yfir vinnustofuna sem haldin verður á sjö stöðum á landinu:

Ísafjörður - þriðjudaginn 26. nóvember kl. 13.00 í Eldborgarsalnum
Borgarnes - fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13.00 á B59 Hotel
Hornarfjörður - föstudaginn 29. nóvember kl. 13.00 á Hótel Höfn
Egilsstaðir - miðvikudaginn 4. desember kl. 15.00 á Icelandair Hotel Hérað
Akureyri - fimmtudaginn 5. desember kl. 13.00 í Hofi
Selfoss - föstudaginn 6. desember kl. 13.00 í Tryggvaskála
Reykjavík - þriðjudaginn 10. desember kl. 13.00 á Grand Hótel Reykjavík

HÉR ER HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á VINNUSTOFUNA

Vinnustofan er um þrjár klukkustundir. Unnið er í hópum að mismunandi meginmálefnum sem varða ávinning heimamanna, upplifun ferðamanna, verðmæta markaði, álagsstýringu og gæði áfangastaða, arðsemi og nýsköpum og loftslagsmál og orkuskipti


Deila