Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. apríl 2014

Tækifæri í austri rædd á ársfundi Íslandsstofu

Tækifæri í austri rædd á ársfundi Íslandsstofu
Fjölmennt var á ársfundi Íslandsstofu sem fram fór á mánudag, en um 170 manns lögðu leið sína á Grand hótel af þessu tilefni. Á fundinum ræddu þeir Victor Gao, forstöðumaður China National Association of International Studies og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, um uppbyggingu og tækifæri í Kína.

Fjölmennt var á ársfundi Íslandsstofu sem fram fór á mánudag, en um 170 manns lögðu leið sína á Grand hótel af þessu tilefni. Á fundinum ræddu þeir Victor Gao, forstöðumaður China National Association of International Studies og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, um uppbyggingu og tækifæri í Kína. Vilborg Einarsdóttir, formaður stjórnar Íslandsstofu setti fundinn. Þá fór Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri íslandsstofu yfir það helsta í starfsemi stofunnar á liðnu ári og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra flutti ávarp. Í lok fundarins fór fram útskrift í markaðsverkefninu ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur) í 24. sinn og verðlaun veitt fyrir bestu viðskiptaáætlunina. Fundarstjóri var Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis. 

Hér að neðan má finna kynningar þeirra Victor Gao og Magnúsar Bjarnasonar

China´s International Relation
Viðskiptatækifæri í austri

Á fundinum var ársskýrsla Íslandsstofu kynnt en þar er gerð grein fyrir helstu verkefnum Íslandsstofu á árinu 2013. Hægt er að nálgast skýrsluna hér

Hér að neðan má sjá myndir frá ársfundinum

Deila