Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. júlí 2012

Tækifæri í umhverfistækni í Kanada

Tækifæri í umhverfistækni í Kanada
Íslandsstofa hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir þátttöku íslenskra fyrirtækja í fyrirtækjastefnumótinu Centrallia sem haldið verður í Winnipeg í Manitobafylki, Kanada dagana 10.-12. október 2012.

Íslandsstofa hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir þátttöku íslenskra fyrirtækja í fyrirtækjastefnumótinu Centrallia sem haldið verður í Winnipeg í Manitobafylki, Kanada dagana 10.-12. október 2012. Centralia opnar fyrirtækjum aðgengilega leið að stórum markaði þar sem er fjöldi tækifæra á sviði umhverfismála. M.a. verður sérstakur kynningarfundur á vegum fylkisstjórnarinnar í Manitoba sem leitar nú eftir nýjum hugmyndum um umhverfistækni og meðhöndlun vatns.

Um er að ræða tveggja daga fundarlotu þar sem tækifæri gefst til að ná tengslum við mörg hundruð fyrirtæki frá Kanada og öðrum löndum. Þegar hafa á þriðja hundrað fyrirtæki skráð sig til leiks þar af nokkur frá Íslandi. Form fyrirtækjastefnumótsins er á þann veg að þátttakendur gefa greinargóða lýsingu á starfsemi sinni og hvers konar viðskiptasamböndum þeir eru að leita. Fyritækjum er síðan parað saman þannig að mestar líkur séu á árangri og fær hver þátttakandi dagskrá með allt að 14 fundum sem standa þessa tvo daga.

Skráningu þarf að vera lokið fyrir lok ágúst mánaðar en dagana 20. til 21. september er hægt að skoða þá sem skráðir eru og hætta við þátttöku.  Í tengslum við fundina verða ýmsar málstofur, kynningar og skoðunarferðir  m.a. um umhverfistækni og hugbúnað.


Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Deila