Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. nóvember 2016

Tækni og nýsköpun í Ísrael - viðskiptasendinefnd 2017

Tækni og nýsköpun í Ísrael - viðskiptasendinefnd 2017
Íslandsstofa undirbýr ferð viðskiptasendinefndar til Ísraels á vormánuðum 2017. Markmið ferðarinnar er að fræðast um stöðu tækniþróunar og nýsköpunar í Ísrael og kynnast því hvernig stuðningi við þessar greinar er háttað.

Íslandsstofa undirbýr ferð viðskiptasendinefndar til Ísraels á vormánuðum 2017.
Markmið ferðarinnar er að fræðast um stöðu tækniþróunar og nýsköpunar í Ísrael og kynnast því hvernig stuðningi við þessar greinar er háttað. Skipulagðir verða viðskiptafundir með fyrirtækjum á staðnum sem eru líkleg til samstarfs við íslensku þátttökufyrirtækin (partner search).

Ísrael er leiðandi í vísindarannsóknum í heiminum, sértaklega á sviði náttúruvísinda, verkfræði og heilbrigðistækni og hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á tækni og nýsköpun. Ísrael er í 5. sæti yfir fremstu lönd í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi samkvæmt Bloomberg Innovation Index.

Aðeins verður farið í ferðina ef lágmarksþátttaka næst og eru áhugasamir beðnir að hafa samband fyrir 1. desember nk. Nánari upplýsingar veita Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. 

Deila