Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. október 2018

Taste of Iceland viðburðir í Norður-Ameríku

Taste of Iceland viðburðir í Norður-Ameríku
Taste of Iceland eru viðburðir sem Iceland Naturally stendur fyrir í völdum borgum í Norður-Ameríku árlega og hafa það að markmiði að kynna íslenska menningu.

Þetta árið fór Taste of Iceland fram í Boston, Chicago, Seattle, New York og Toronto. Dagskráin samanstóð af tónleikum sem nefndir voru Reykjavík Calling í samstarfi við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og útvarpsstöð í viðkomandi borg hverju sinni.

Áhersla var lögð á íslenskan mat og meðal annars var boðið upp á íslenskan fisk, lambakjöt og skyr. Íslensk menning var í hávegum höfð á hátíðinni en þetta árið voru íslensk hönnun og arkitektúr kynnt sérstaklega og stuttmyndir frá kvikmyndahátíðinni Stockfish sýndar. Auk þess skipaði íslensk tónlist stóran sess þar sem Reykjavík Calling tónleikarnir eru ávallt vel sóttir.

Kynningar á viðburðunum fara fram í gegnum samfélagsmiðla, almannatengsl og auglýsingar. Samningur er gerður við almannatengslaskrifstofu í hverri borg sem sér um að efla fjölmiðlaumfjöllun á hátíðinni.

Taste of Iceland er skipulagt af Iceland Naturally, markaðs- og kynningarverkefni Íslands í Norður Ameríku sem Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið reka sameiginlega og miðar að því að kynna íslenskar vörur og þjónustu í Norður Ameríku.

Nánar á vef Iceland Naturally


Deila