Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. ágúst 2018

Þátttaka Íslands á Russia Seafood Expo 2018

Þátttaka Íslands á Russia Seafood Expo 2018
Íslandsstofa í samvinnu við sendiráð Íslands í Rússlandi tekur þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia sem fram fer í Sankti Pétursborg í Rússlandi dagana 13. - 15. september 2018.

Markmiðið er sameiginleg þátttaka á íslenskum sýningarbás Þar sem fyrirtæki í sjávarútvegstækni og tengdri starfsemi kynna hugvitssamar íslenskar lausnir og þjónustu. Á sýningunni gefst einnig tækifæri til að mynda ný viðskiptatengsl, styrkja þau sem fyrir eru auk þess að kynna vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja.

Samhliða sýningunni standa Íslandsstofa og sendiráðið fyrir kynningarfundi þar sem fyrirtækjunum í sendinefndinni gefst kostur á halda stutta kynningu á starfsemi sinni og vörum fyrir mögulega kaupendur.

Heimasíða sýningarinnar

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ingveldi Ástu Björnsdóttur, ingveldur@islandsstofa.is 

 

Deila