Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. nóvember 2020

Þekkingardrifin verðmætasköpun - Kynningarfundur um lífvísindi

Þekkingardrifin verðmætasköpun - Kynningarfundur um lífvísindi
Bjarni Benediktsson, Kári Stefánsson og Terry McGuire voru meðal ræðumanna á kynningarfundi um lífvísindi sem haldinn var 9. nóvember sl.

Íslandsstofa, í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York, stóð fyrir kynningarfundi um lífvísindi á Íslandi sem bar heitið Icelandic Life Sciences Ecosystem: Small Nation - Big Ideas. Markmið fundarins var að auka vitund erlendra fjárfesta og fyrirtækja um greinina hér á landi; fyrirtæki, rannsóknir og fjárfestingu, og það viðskipta- og rannsóknaumhverfi sem hér er.

Fundurinn fór fram á vefnum 9. nóvember sl. og samanstóð af framsögum innlendra og erlendra sérfræðinga og fjárfestakynningum fimm vaxtarfyrirtækja. 

Hér má nálgast upptökur frá fundinum


Deila