Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. október 2013

Uppselt á viðburðinn Taste of Iceland í New York

Uppselt á viðburðinn Taste of Iceland í New York
Íslandsstofa & Iceland Naturally stóðu fyrir viðburðinum A Taste of Iceland dagana 3.-6. október í New York.

Íslandsstofa & Iceland Naturally stóðu fyrir viðburðinum A Taste of Iceland dagana 3.-6. október í New York. Haldnir voru tveir málsverðir á veitingastaðnum ACME í Soho í samstarfi NORTH Nordic Food Festival. Þar tóku höndum saman tveir kokkar, þeir Mads Refslund, einn stofnandi Noma í Kaupmannahöfn, og Gunnar Karl Gíslason frá veitingastaðnum DILL. Þeir kynntu íslenska matargerð við góðar viðtökur en það seldist upp á báða málsverðina. Gunnar stýrði einnig matreiðslunámskeiðum yfir helgina.

Fjölmiðlakvöldverður var haldinn fimmtudaginn 3. október á heimili íslenska sendiherrans. Viðstaddur var útvaldur hópur ritstjóra og gagnrýnenda frá New York, og á meðal heiðursgesta voru rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir og Halldór Guðmundsson, tónlistarstjóri Hörpu.

Þann 5. október fóru fram tónleikarnir Reykjavik Calling á Le Poisson Rouge í samstarfi við Iceland Airwaves og Filter Magazine. Þar stigu á svið Lára Rúnars, Snorri Helgason og Sykur, auk tónlistarmanna frá New York og voru þúsund miðarnir bókaðir.

Viðburðurinn fékk góðar undirtektir og var fullt hús á báðum málsverðunum, sem og á tónleikunum. Viðburðurinn fékk einnig nokkra fjölmiðlaumfjöllun, og birtust um hann greinar í The New York Times, NY Daily News, Socially Superlative og fleiri miðlum.

Deila