Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. janúar 2014

Uppselt á vinnustofu um val á samstarfsaðilum á erlendum markaði

Uppselt á vinnustofu um val á samstarfsaðilum á erlendum markaði
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofu á dögunum sem bar yfirskriftina „Val á samstarfsaðilum á erlendum markaði". Þar fór Mark Dodsworth, framkvæmdastjóri Europartnership Itd, yfir ýmis atriði sem tengjast því að finna og velja umboðs- og dreifiaðila.

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofu á dögunum sem bar yfirskriftina „Val á samstarfsaðilum á erlendum markaði".
Þar fór Mark Dodsworth, framkvæmdastjóri Europartnership Itd, yfir ýmis atriði sem tengjast því að finna og velja umboðs- og dreifiaðila, s.s. verksvið þessara aðila og mikilvægi löglegra samninga. 

Fram hefur komið í rannsóknum að val á samstarfsaðilum getur verið hin mesta áskorun í alþjóðavæðingu fyrirtækja. Því er mikilvægt að skoða vel hvaða dreifileið hentar fyrirtækinu best, og að þetta sé gert með faglegum hætti. Íslandsstofa býður fram aðstoð við að setja upp fundi við hugsanlega samstarfsaðila á erlendum markaði undir verkefninu Útstím. Nánari upplýsingar um Útstím má finna hér.

Þá má nefna að Íslandsstofa mun bjóða upp á vinnustofu 21. febrúar um sölu- og kynningartækni á erlendum mörkuðum. Nánari upplýsingar síðar á heimasíðu Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila