Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. maí 2014

Út í háræðarnar - vinnustofur í smærri borgum Skandinavíu

Út í háræðarnar - vinnustofur í smærri borgum Skandinavíu
Íslandsstofa gekkst í vikunni fyrir röð vinnustofa í þremur borgum á Norðurlöndunum. Vinnustofurnar fóru fram dagana 5 - 7. maí í borgunum Þrándheimi, Gautaborg og Billund og heppnuðust vel.

Íslandsstofa gekkst í vikunni fyrir röð vinnustofa í þremur borgum á Norðurlöndunum. Vinnustofurnar fóru fram dagana 5 - 7. maí í borgunum Þrándheimi, Gautaborg og Billund og voru skipulagðar ýmist í samvinnu við flugvallaryfirvöld eða ræðismann Íslands á viðkomandi stað.

Góður rómur var gerður að heimsóknunum og voru fyrirtæki sem staðsett eru í talsverðri fjarlægð frá höfuðborgunum afar þakklát fyrir að komið væri til móts við þau á þennan hátt. Á öllum þessum stöðum er boðið upp á beint flug til Íslands og því mikilvægt að hafa góðar tengingar við heimamenn. 

Auk fulltrúa Íslandsstofu sem kynntu það helsta sem er á döfinni í íslenskri ferðaþjónustu tóku þátt fulltrúar frá Flugfélagi Íslands, Iceland Travel, Icelandair, Iceland Excursions, Mountainguides, Íslandshótel, Norðursigling  og Terra Nova. 

Deila