Útflutningstækifæri fyrir snjallar lausnir í fimm borgum kynnt
Nordic City Solutions er samnorrænt markaðsverkefni sem gengur út á að kortleggja viðskiptatækifæri fyrir snjallar lausnir í fimm borgum í Norður-Ameríku, Indlandi og Kína og markaðssetja markvisst þær norrænu lausnir sem passa fyrir valdar þeirra.
Á fundinum fóru fulltrúar verkefnisins í Norður-Ameríku yfir það hvers kyns lausnir hver borg fyrir sig hefur kallað eftir í tengslum við snjallvæðingu og sjálfbærni. Um er að ræða breiða flóru af flokkum lausna. Metið verður út frá bæði þörf og aðgengi að mörkuðum hvar eigi að leggja áherslu á að hefja markaðssetninguna.
Markmið fundarins var að koma af stað samræðum á Íslandi um það hvernig íslensk fyrirtæki geta sótt fram á þessum markaðssvæðum í Bandaríkjunum og Kanada, og hvað þau geta gert til að auka samkeppnisforskot sitt þegar útboð býðst.
Á glærusýningu fundarins má sjá kynningu á verkefninu í heild og hvernig því miðar áfram í Norður-Ameríku þar sem það er komið hvað lengst.
Áhugasamir um frekari upplýsingar varðandi verkefnið eru hvattir til að hafa samband við Andra Marteinsson (andri@islandsstofa.is).