Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. maí 2013

Útskrift í Speglinum

Útskrift í Speglinum
Átta ferðaþjónustufyrirtæki luku á dögunum þátttöku í verkefninu Spegilinn II. Þátttakendur voru mjög ánægðir með verkefnið og sögðu það m.a. hafa fyllt þá eldmóði og endurvakið áhuga þeirra á rekstrinum.

Átta ferðaþjónustufyrirtæki luku á dögunum þátttöku í verkefninu Spegilinn II. Þátttakendur voru mjög ánægðir með verkefnið og sögðu það m.a. hafa fyllt þá eldmóði og endurvakið áhuga þeirra á rekstrinum. Árangur Spegilsins má að miklu leyti þakka náinni samvinnu þátttakenda og hve óhræddir þeir hafa verið við að deila upplýsingum og miðla eigin reynslu og þekkingu. Á því rúma ári sem verkefnið hefur staðið hafa stjórnendur fyrirtækjanna unnið saman að því að skoða ýmsa þætti í rekstri hvors annars með það fyrir augum að benda á það sem betur mætti fara og koma með tillögur að úrbótum, meðal annars með hliðsjón af greiningartólinu Vaxtarhjólið sem Íslandsstofa býður fyrirtækjum sem vilja efla samkeppnishæfni sína.

Spegillinn var þróaður út frá finnskri fyrirmynd og unninn í samstarfi við Ferðamálastofu. Í kjölfar verkefnisins hafa fyrirtækin sem tóku þátt gert ýmsar breytingar í rekstri sínum, s.s. á starfsmannamálum og stjórnunarháttum, auk þess sem áætlanir og viðskiptamódel hafa verið endurskoðuð og húsnæði endurbætt, svo dæmi séu nefnd. Þátttakendur í Speglinum þetta árið voru Skemmtigarðurinn, Landnámssetrið, Eaglefjord, Tanni Travel, Veitingarhúsið Vitinn, Saga Travel, Ferðþjónustan Mjóeyri og Ferðaþjónusta Vatnsholt.

Nýtt verkefni er áætlað að hefjist í september 2014.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Björn H. Reynisson,bjorn@islandsstofa.is

Deila