Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. maí 2012

Útskrift í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur

Útskrift í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur
Verkefnin Puzzled by Iceland og MyTimePlan voru verðlaunuð á föstudag fyrir bestu markaðsáætlunirnar við útskrift í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).

Verkefnin Puzzled by Iceland og MyTimePlan voru verðlaunuð á föstudag fyrir bestu markaðsáætlunirnar við útskrift í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).  

Verðlaunahafar ÚH

Það eru þær Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir sem standa á bakvið Puzzled by Iceland. Að sögn Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra Íslandsstofu og formanns stýrihóps ÚH, er verkefni þeirra  „klassískt dæmi um „gamla“ vöru, eða vöru sem lengi hefur verið til á markaði, en er gefið nýtt líf með nýstárlegri nálgun í notagildi vörunnar og nýstárlegri og fágaðri hönnun.“ Að mati dómnefndar hefur verkefnið mikla vaxtarmöguleika.

MyTimePlan eftir Róbert Marínó Sigurðarson er hinsvegar ný vara, sem hefur verið þróuð hér á landi vegna ríkra hagsmuna íslenskra fyrirtækja að sögn Jóns Ásbergssonar. Hann bendir jafnframt á að hér sé á ferð „afar trúverðug skýrsla og markaðsinngangan raunsæ og vel útfærð.“ Þá sé þörfin fyrir vöruna klár að mati dómnefndarmanna og varan eigi greinilega erindi inn á stærri markað.

Að lokum sagði Jón greinilegt að fagmennskan aukist frá ári til árs sem „sannfærir mann enn á ný um hversu mikið og frjósamt líf er í grasrót íslenskra fyrirtækja og frumkvöðla.“

Að þessu sinni tóku fulltrúar átta fyrirtækja þátt í námskeiðinu; Puzzled by Iceland, Áttavilllt ehf., MyTimePlan ehf, Keilir Pillow, Tölvumiðlun ehf, Rusk tvíbökur ehf, GeForma ehf og Engilfer ehf.        

Íslandsstofa stendur að ÚH verkefninu í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Byggðastofnun og Félag kvenna í atvinnurekstri.

Opið fyrir umsóknir í ÚH 23

Fræðsluverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur, ÚH, verður haldið í 23. sinn í haust. Það er ætlað fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hefja útflutning, auka útflutning eða treysta tök sín á markaðssetningu erlendis. Að vanda verða átta til tíu fyrirtæki valin til þátttöku. ÚH-verkefnið tekur níu mánuði og hefst hin eiginlega vinna um miðjan október nk. og stendur til maíloka árið 2013. Að jafnaði eru tveir vinnudagar í mánuði.

Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson verkefnisstjóri, andri@islandsstofa.is  og Hermann Ottósson forstöðumaður, hermann@islandsstofa.is

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá útskriftinni

Deila