Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. október 2019

Vatnsafl umfjöllunarefni á ráðstefnu í Portúgal

Vatnsafl umfjöllunarefni á ráðstefnu í Portúgal
Hydro er alþjóðleg ráðstefna sem fjallar m.a. um vatnsaflsvirkjanir og haldin er árlega. Ráðstefnan fór að þessu sinni fram í Porto í Portúgal dagana 14.- 16. október.

Íslandsstofa skipulagði þátttöku fimm íslenskra fyrirtækja á sýningu sem haldin er samhliða ráðstefnunni. Á íslenska sýningarbásnum var boðið upp á erindi sem fjallaði m.a. um breytingar á inntaki inn í Laxá3 og var ætlað að draga þannig úr rekstrartruflunum og tjóni á vélbúnaði af völdum sand- og grjótburðar úr Laxá, inn í aflstöðina. Þátttakendur frá Íslandi voru Landsvirkjun Power, Efla, Mannvit, Vatnaskil og Verkís. Á næsta ári verður ráðstefnan haldin í Strassborg.


Deila