Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. maí 2018

Vel heppnað kínverskt-íslenskt hátækni- og nýsköpunarþing

Vel heppnað kínverskt-íslenskt hátækni- og nýsköpunarþing
Um 100 kínverskir gestir og álíka margir frá Íslandi sóttu vel heppnað hátækni- og nýsköpunarþing sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

Þingið var liður í dagskrá fjölmennrar viðskiptasendinefndar frá Shenzhen héraði í Kína, með það að markmiði að efla og styrkja viðskiptaleg tengsl. Ísland var fyrsti viðkomustaður hópsins á ferð þeirra um Norðurlöndin en héðan liggur leiðin til Noregs og Svíþjóðar. 

Þingið hófst með ávarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, og varaborgarstjóri Shezhen héraðs, Chen Biao, héldu héldu þar á eftir tölu, áður en dagskrá hélt áfram með erindum kínverskra og íslenskra mælenda. Sjá dagskrá þingsins í heild hér.

Að loknum erindum var boðið til tengslamyndunar yfir standandi hádegisverði þar sem margir áttu samtal en mikil ánægja var með viðburðinn.

viðburðinum stóðu borgarstjórn Senzhen héraðs og China Hi-Tech Fair í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Íslandsstofu en fundinum stýrði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Deila