Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. nóvember 2011

Vel heppnaðar vinnustofur í Suður-Evrópu

Seinnipart októbermánaðar skipulagði Íslandsstofa þáttöku alls níu íslenkra fyrirtækja á Norrænum vinnusmiðjum á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi.

Í þeim fjórum borgum (Madríd, Barcelona, Mílano og París) sem vinnusmiðjurnar fóru fram mættu alls um 300 fyrirtæki sem á einn eða annan hátt eru virk í sölu á ferðum til Íslands og/eða hinna Norðurlandanna. Davíð Jóhannsson, svæðisstjóri sagði m.a. þetta um viðburðina: „Samstarf okkar við hin Norðurlöndin í þessu gefur okkur tækifæri á að vera enn frekar sýnileg á þessum mörkuðum sem allir eru í vexti um þessar mundir. Ekki spillir heldur fyrir að á svona uppákomum síast alltaf inn nýir aðilar sem sýna sölu á Íslandsferðum áhuga.“

Deila