Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. maí 2011

Vel heppnaður fjárfesta- og viðskiptafundir í Edmonton

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu og ræðismannsskrifstofan í New York boðuðu til morgunverðarfundar í Edmonton í Kanada föstudaginn 29. apríl sl. í samstarfi við iðnaðarráðuneytið og Íslensk-Kanadíska viðskiptaráðið.

Fundurinn var haldinn til að kynna viðskipta- og fjárfestingartækifæri á Íslandi, stöðu efnahagsmála hér á landi og reynslu íslensks fyrirtækis af viðskiptum í Kanada.
Á fundinn mættu yfir 70 aðilar úr viðskiptalífi Alberta fylkis og tókst hann í alla staði vel.

Ræðumenn voru Katrín Júlíusdóttir ráðherra, Þórður H. Hilmarsson forstöðumaður Fjárfestingarsviðs Íslandsstofu og Jón Ólafur Ólafsson arkítekt frá arkítektastofunni Batteríinu sem hefur verið að hasla sér völl í Kanada undanfarin misseri.

Fram kom í framsöguerindum að fjölmörg tækifæri væru til eflingar milliríkjaviðskipta Íslands og Kanada á grundvelli fyrirliggjandi fríverslunarsamnings og tvísköttunarsamnings.

Í framhaldi af morgunverðarfundinum voru fundir með fyrirtækjum og stofnunum um samstarfsmöguleika og hugmyndir til frekari uppbyggingar gagnkvæmra viðskipta og fjárfestinga.

Deila