Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. janúar 2012

Vel heppnaður fundur um markaðssetningu í ferðaþjónustu

Í síðustu viku fór fram fræðslufundur Íslandsstofu um markaðs- og markhópagreiningar í ferðaþjónustu. Fundurinn var sérlega vel heppnaður og sóttu hann um 130 manns.

Á fundinum ræddi William Harding, sérfræðingur hjá ferðamálaráði Kanada (Canadian Tourism Commission), um það hvernig Kanadamanenn hafa byggt upp ‚vörumerkið‘ Kanada á undanförnum árum með góðum árangri. Einnig sagði hann frá sérstöku markaðstæki eða ‚EQ‘ (Explorer Quotient) sem kanadíska ferðamálaráðið hefur þróað fyrir þarlenda ferðaþjónustu til að hámarka árangur í sölu ferða til landsins.

Þá kynnti Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, hvernig skilgreina má ferðahegðun fólks út frá ýmsum markhópagreiningum. Varaði hann þó við því að flokka ferðamenn um of í ‚steríótýpur‘ þar sem óskir þeirra og þarfir væru síbreytilegar og ferðamynstur/-hegðun þeirra því oft óútreiknanleg.

Fundarstjóri var Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.

Deila