Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. maí 2011

Vel heppnaður fundur um vetrarferðamennsku

Um 70 manns lögðu leið sína á Hótel Sögu sl. mánudag á fræðslufund Íslandsstofu um vetrarferðamennsku sem bar heitið: Efling í vetrarferðamennsku: Rovaniemi – Reykjavík – Akureyri.

Fundurinn tókst vel og var greinilega mikill áhugi á viðfangsefninu ef marka má mætingu og undirtektir viðstaddra. Sanna Kortelainen, markaðsstjóri Rovaniemi Tourism var aðalfyrirlesari og fjallaði hún um markaðsstarf á staðnum Rovaniemi, höfuðborg Lapplands. Sanna kynnti hugmyndafræðina á bak við þeirra starf – og þá ímynd og gildi sem höfð eru að leiðarljósi í markaðssetningu Rovaniemi, en staðurinn hefur hefur m.a. verið auglýstur sem heimabær finnska jólasveinsins og er mjög vel sóttur af ferðamönnum yfir veturinn.

Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu tók næst til máls og kynnti hún nýja stefnu Reykjavíkurborgar í ferðamálum, m.a. áhersluaukningu á Reykjavík sem heilsu- og vetraráfangastað, sem og vettvangur fyrir ráðstefnur og aðra viðburði. Að lokum tók Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri markaðsmála á Norðurlandi til máls og sagði frá nýjum áherslum í vetrarstarfinu og stefnu um aukningu erlendra ferðamanna og nefndi m.a. í því samhengi mikilvægi þess að auka beinar flugferðir til Akureyrar erlendis frá.

 

Deila