Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. maí 2014

Vel heppnuð fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja

Vel heppnuð fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja
Á þriðjudag lauk fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja um viðskipti hugbúnaðarfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum.

Á þriðjudag lauk fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja um viðskipti hugbúnaðarfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum.

Fundaröðin samanstóð af fjórum fundum tengdum viðfangsefninu. Á fyrsta fundi var samstarf fyrirtækja á erlendum markaði tekið fyrir. Þá var tengslamiðlun á erlendum markaði skoðuð. Efni þriðja fundar var nýjar markaðsáherslur fyrir upplýsingatæknifyrirtæki og á lokafundinum var gerð hugbúnaðarsamninga á erlendum markaði tekin fyrir.

Upphafið af þessari fundaröð var hraðstefnumót sem Íslandsstofa og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) stóðu fyrir á síðasta ári. Í kjölfarið var verkefnahópur settur á fót en í honum sátu Daði Friðriksson, Tölvumiðlun, Eloise Freygang frá LS Retail, Finnur Tjörvi Bragason hjá AGR Inventory og Arnar Pálsson frá Advania. Íslandsstofa vill þakka þeim fyrir gott samstarf á liðnum mánuðum.
Þá þakkar Íslandsstofa einnig SUT, fyrirlesurum og öllum þeim sem sóttu fundina fyrir samstarfið.  

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila