Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. nóvember 2012

Vel heppnuð kaupstefna á Nuuk

Vel heppnuð kaupstefna á Nuuk
Íslandsstofa skipulagði, í samstarfi við Air Iceland, kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 28.-30. október sl. Samhliða kaupstefnunni fór fram stofnun Íslensk-grænlenska viðskiptaráðsins.

Íslandsstofa skipulagði, í samstarfi við Air Iceland, kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 28.-30. október sl. Þetta er í þriðja sinn sem kaupstefnan er haldin og var þátttakan góð að venju. Kaupstefnan var tvíþætt og skiptist annars vegar í viðskiptafundi og hins vegar sýningu sem haldin var í menningarhúsinu í Katuaq í Nuuk.

Samhliða kaupstefnunni fór fram stofnfundur Íslenska – grænlenska viðskiptaráðsins sem hefur það að markmiði að efla viðskipti landanna. Stofnun viðskiptaráðsins markaði viss tímamót en er þetta fyrsta tvíhliða viðskiptaráðið sem grænlensk fyrirtæki eiga aðild að.

Sýningin heppnaðist afar vel en hana sóttu um 500 gestir sem þangað voru komnir til að kynna sér hvað íslensku fyrirtækin höfðu fram að færa.
17 íslensk fyrirtæki tóku þátt að þessu sinni: Ísmar, Hafnarfjarðarhöfn, Nói Siríus, 66°N, Verkís, Mannvit, HBH verktakar, Jónar Transport, TVG Zimsen, Faxaflóahafnir, Umbúðir og Ráðgjöf, Norðurflug, Prentsmiðjan Oddi, Ístak, HRV, Kadeco, Air Iceland og Viðskiptaráð Íslands.

 

 

 

 

Deila