Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. maí 2017

Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel

Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel
Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin var 25. - 27. apríl sl. Góð þátttaka var frá Íslandi en hátt í 30 fyrirtæki voru samankomin á íslensku þjóðarbásunum, bæði með sjávarafurðir á Seafood Expo Global og tækni- og þjónustufyrirtæki á Seafood Processing Global.

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin var 25. - 27. apríl sl. Góð þátttaka var frá Íslandi en hátt í 30 fyrirtæki voru samankomin á íslensku þjóðarbásunum, bæði með sjávarafurðir á Seafood Expo Global og tækni- og þjónustufyrirtæki á Seafood Processing Global.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heimsótti sýninguna 26. apríl ásamt sendiherra Íslands í Brussel. Þar fundaði hún með völdum aðilum, skoðaði sýninguna og fór einnig á milli íslensku fyrirtækjanna og kynnti sér starfsemi þeirra. Sýningin í ár þótti með betri sýningum í Brussel og var mikið um viðskipti hjá íslensku fyrirtækjunum. Á sýningunum taka þátt 1600 fyrirtæki frá 80 löndum og eru gestir um 26.000. Þar á meðal er fjöldi Íslendinga sem mæta til Brussel til að fylgjast með í greininni og eiga viðskipti.

Iceland Reponsible Fisheries tók þátt í afurðasýningunni Seafood Expo Global og voru margir sem komu til fundar við fulltrúa Íslandsstofu og Iceland Responsible Fisheries á sýningunni. Aukinn áhugi er á kynningarsamstarfi í að kynna íslenskar afurðir og voru haldnir fundir með kaupendum til að ræða slík mál og vottunarverkefni IRF. 

Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI) hélt fund á sýningunni um stöðu og þróun verkefnisins en markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð vottunarverkefna og efla þannig traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávarafurðir. Á fundinum kom fram að stórir kaupendur eins og Ahold Delhaize, Kroger, Morrison's, Walmart, Metro Group og Sodexo standa nú að baki GSSI og hafa það sem eina af kröfum sína í innkaupum, að kaupa fisk sem hefur hlotið vottun og sem GSSI hefur viðurkennt. Fulltrúar Ahold Delhaize og Metro kynntu m.a. sín sjónarmið á fundinum.

Deila