Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. maí 2012

Vel heppnuð vinnustofa

Vel heppnuð vinnustofa
Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu sem bar yfirskriftina „Stærri markaður – fleiri tækifæri“ og var ætluð þeim sem vildu öðlast hagnýta þekkingu á ýmsum lykilatriðum sem snúa að útflutningi.

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu sem bar yfirskriftina „Stærri markaður – fleiri tækifæri“ og var ætluð þeim sem vildu öðlast hagnýta þekkingu á ýmsum lykilatriðum sem snúa að útflutningi.

Góð þátttaka var í vinnustofunni þar sem 18 fulltrúar hinna ýmsu greina voru mættir til að auka við þekkingu sína.

Þorgeir Pálsson, ráðgjafi, leiddi vinnustofuna og gekk dagurinn vel að hans sögn. Þátttakendur voru ánægðir með það sem þeir fengu út úr vinnustofunni og kynntust mikilvægi undirbúnings og áttuðu sig á því að hann er mun umfangsmeiri en þau gerðu sér grein fyrir,  sagði Þorgeir.

Talsverð umræða spannst um verðlagningu á vörum til útflutnings og voru flestir sammála því að við verðleggjum gjarnan of lágt þegar við förum með vörur á erlenda markaði í fyrsta sinn. Menning og menningarlæsi og mikilvægi þess að þekkja markaðinn og markhópinn var einnig rætt talsvert og töldu þátttakendum sig einnig fá margar góðar ábendingar í þeim hluta námskeiðsins.

 

Deila