Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. september 2014

Vel heppnuð vinnustofa um sölu- og kynningartækni

Vel heppnuð vinnustofa um sölu- og kynningartækni
Uppselt var á vinnustofu Íslandsstofu sem fram fór sl. miðvikudag og bar heitið „Sölu- og kynningartækni á erlendum markaði“ þar sem farið var yfir ýmis lykilatriði tengd viðfangsefninu.

Uppselt var á vinnustofu Íslandsstofu sem fram fór sl. miðvikudag og bar heitið „Sölu- og kynningartækni á erlendum markaði.“

Á vinnustofunni var fjallað um grunnatriði í sölu- og kynningartækni, skilning og þekkingu á þörfum viðskiptavina og mikilvægi undirbúnings út frá viðkomandi menningarheimi.

Leiðbeinandi á vinnustofunni var Chris Bowerman, stjórnandi og meðeigandi Tripos Consultants á Englandi, og lét hann þátttakendur m.a. leysa ýmsar stuttar æfingar tengdar viðfangsefninu og ríkti almenn ánægja með námskeiðið. 

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila