Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. apríl 2014

Vestnorden ferðakaupstefnan í Reykjavík - skráning hefst 1. maí

Vestnorden ferðakaupstefnan í Reykjavík - skráning hefst 1. maí
Á dögunum voru birtar niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í kjölfar Vestnorden kaupstefnunnar sem haldin var í Nuuk á Grænlandi á síðasta ári. Sjáið niðurstöðurnar.

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 30. september til 1. október næstkomandi. Skráning á kaupstefnuna hefst 1. maí á heimasíðunni www.vestnorden.com

Á dögunum voru birtar niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í kjölfar kaupstefnunnar sem fór fram í Nuuk á Grænlandi á síðasta ári. Markmið könnunnarinnar var að leggja mat á áhrif kaupstefnunnar á þátttakendur og hugsanleg viðskiptatækifæri sem mynduðust í kjölfarið hennar. Könnunin var framkvæmd í mars sl. af Visit Greenland og má nálgast niðurstöðurnar hér

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili kaupstefnunnar. Vestnorden er árlegt samstarfsverkefni Íslands, Grænlands og Færeyja og er þetta í 28. skipti sem ferðakaupstefnan fer fram. Á kaupstefnunni verða samankomin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum sem sækja kaupstefnuna. Reiknað er með yfir 600 þátttakendum í ár.

Deila