Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. september 2013

Vestnorden vel heppnuð

Vestnorden vel heppnuð
Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í 28. skipti dagana 20-23. september. Kaupstefnan fór fram í Nuuk, Grænlandi og voru þar samankomnir ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum til að kynna það sem löndin hafa upp á að bjóða.

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í 28. skipti dagana 20-23. september. Kaupstefnan fór fram í Nuuk, Grænlandi og voru þar samankomnir tæplega eitt hundrað ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum til að kynna það helsta sem ferðaþjónusta í löndunum þremur hefur upp á að bjóða.
Kaupstefnan er einstakt tækifæri fyrir seljendur ferðaþjónustu þessara landa til að komast í samband við mögulega kaupendur, byggja upp viðskiptasambönd og selja þjónustu sína. Hún er einnig mikilvægt tækifæri fyrir löndin til að samþætta þjónustu sína og efla samvinnu sín á milli, en í samvinnu þessara landa felast mikil ferðaþjónustutækifæri.

Almenn ánægja ríkti með framkvæmd kaupstefnunnar að þessu sinni og eiga Grænlendingar hrós skilið fyrir utanumhald og fagleg vinnubrögð.

Hér að neðan má sjá myndir frá kaupstefnunni

 

Deila