Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. apríl 2014

Vetrarherferð Ísland - allt árið og framtíðarsýn í markaðssetningu rædd á fundi

Vetrarherferð Ísland - allt árið og framtíðarsýn í markaðssetningu rædd á fundi
Hátt í 60 manns mættu á upplýsinga- og vinnufund Ísland - allt árið síðastliðinn föstudag á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Markmið fundarins var að fara yfir stöðu vetrarherferðarinnar 2013-2014 ásamt áhuga og viðhorf þátttakenda til verkefnisins.

Hátt í 60 manns mættu á upplýsinga- og vinnufund Ísland - allt árið síðastliðinn föstudag á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Markmið fundarins var að fara yfir stöðu vetrarherferðarinnar 2013-2014 ásamt áhuga og viðhorf þátttakenda til verkefnisins. Þá tók við vinnustofa þar sem ræddir voru möguleikar á að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar og framtíðarsýn verkefnisins skoðuð.
Almenn ánægja ríkti meðal þátttakenda á fundinum og munu niðurstöðurnar án efa nýtast vel í framtíðinni. Íslandsstofa þakkar þeim sem sóttu fundinn kærlega fyrir þeirra framlag.

Erindin sem haldin voru á fundinum voru eftirfarandi (sjá pdf að neðan):

  • Ávarp stjórnarformanns Ísland – allt árið
    Helga Haraldsdóttir
  • Viðhorf gagnvart Íslandi sem áfangastað
    Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR
  • Vetrarherferð 2013 – 2014
    Daði Guðjónsson, verkefnisstjóri Ísland – allt árið hjá Íslandsstofu
  • Leiðarljós í markaðssetningu og vinnufundur með þátttakendum Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Hér má nálgast erindin (pdf).

Nánari upplýsingar veitir Daði Guðjónsson, dadi@islandsstofa.is

 

Deila