Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. júní 2012

Viðhorf til sjálfbærni og kauphegðun fara ekki alltaf saman

Viðhorf til sjálfbærni og kauphegðun fara ekki alltaf saman
Fundur um viðhorf til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni og áhrif á innkaup var haldinn 6. júní. Markmið fundarins var að upplýsa um aðstæður á mörkuðum erlendis fyrir sjávarafurðir og skapa umræður um raunveruleg áhrif skoðana kaupenda og neytenda á innkaup.

Fundur um viðhorf til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni og áhrif á innkaup var haldinn 6. júní. Markmið fundarins var að upplýsa um aðstæður á mörkuðum erlendis fyrir sjávarafurðir og skapa umræður um raunveruleg áhrif skoðana kaupenda og neytenda á innkaup.

Fundurinn hófst á að Guðný Káradóttir markaðsstjóri sagði frá markaðs- og kynningarstarfi Iceland Responsible Fisheries (IRF) sem beinist að innkaupa- og dreifingarfyrirtækjum erlendis (B2B). Að undanförnu hefur IRF átt gott samstarf við Alaska um kynningu á vottun sem byggð er á viðmiðunum FAO. 

Tveir ræðumenn frá norska rannsóknarfyrirtækinu NOFIMA kynntu nýlegar rannsóknir sem fyrirtækið gerði. NOFIMA er stærsta rannsóknarfyrirtækið í Evrópu á sviði rannsókna í fiskeldi, fiskveiðum, markaðssetningu og matvælavinnslu með 440 starfsmenn á sex stöðum í Noregi. Fulltrúar fyrirtækisins komu til Íslands til að gera rannsókn viðhorfum íslenskra fyrirtækja í útgerð og markaðssetningu á sjávarafurðum til þátttöku í IRF og notkunar á umhverfismerkjum (eco-labelling schemes) í sölustarfi, en aðilar í Noregi eru áhugasamir um að kynna sér reynslu Íslendinga af því að tengja saman uppruna og vottun eins og gert er í IRF verkefninu.

Bjørg H. Nøstvold  kynnti rannsókn sem framkvæmd var í Frakklandi, "Sustainable seafood in the French market: Expectations and attitudes of large scale buyers". Rannsókninni var ætlað að skoða hvað hugtakið sjálfbærni þýddi í hugum franskra innkaupaaðila og hversu mikil áhrif það hefur á innkaup. Helstu ályktanir sem dregnar eru af rannsókninni eru að sjálfbærni sem þáttur í innkaupum á sjávarafurðum í Frakklandi fær vaxandi athygli og þróunin bendir í þá átt að fyrirtækin reyni að kaupa hráefni úr sjálfbærum stofnum.

Ingrid Kvalvik kynnti rannsókn sem framkvæmd var meðal neytenda í Bretlandi og Frakklandi, "Consumer perceptions and attitudes about sustainability in UK and France". Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á túlkun neytenda á hugtakinu sjálfbærni og kanna þekkingu þeirra á umhverfismerkjum (eco labelling schemes) og hversu mikil áhrif merkin og viðhorf neytenda til sjálfbærni hefur á kauphegðun. Það kom í ljós að viðhorf til sjálfbærra veiða er ekki mikilvægt atriði í innkaupum fólks. Ferskleiki, gæði (útlit fisksins) og verð voru meðal atriða sem skiptu mun meira máli.

Hægt er að lesa fréttina í fullri lengd á vef Iceland Responsible Fisheries

 

 

Deila