Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. ágúst 2012

Viðskiptahagsmunir vegna fríverslunarviðræðna

Viðskiptahagsmunir vegna fríverslunarviðræðna
Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í neðangreindum löndum, á sviði vöru- og þjónustuviðskipta sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum. Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samninga.

Utanríkisráðuneytið fer með gerð fríverslunarsamninga fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, en flestir fríverslunarsamningar Íslands eru gerðir í samstarfi við samstarfsríkin í fríverslunarsamtökum Evrópu - EFTA (Noreg, Sviss og Liechtenstein). Meðal þeirra ríkja sem EFTA stendur nú í fríverslunar-viðræðum við eru VíetnamIndónesía og Mið-Ameríkuríkin Gvatemala, Hondúras, Kostaríka og Panama (með hugsanlegri þátttöku El Salvador og Níkaragva). Einnig er hafinn undirbúningur að viðræðum við Malasíu. Þá stendur til að endurskoða gildandi fríverslunarsamningana við Chile,Kanada og Jórdaníu, m.a. á sviði þjónustuviðskipta.

Af þessu tilefni hvetur utanríkisráðuneytið fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í þessum löndum, á sviði vöru- og þjónustuviðskipta (tollnúmer vöru/gerð þjónustu) sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum. Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samninga.

Hægt er að koma ábendingum á framfæri við Evu M. Kristjánsdóttur á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins, í síma 545-8921 og á netfangið eva.kristjansdottir@utn.stjr.is

 

Deila