Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. nóvember 2014

Viðskiptasendinefnd stödd í Níkaragva til að kynna sér jarðvarma

Viðskiptasendinefnd stödd í Níkaragva til að kynna sér jarðvarma
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir nú viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja á sviði verkfræði og orkumála til Níkaragva. Það er Íslandsstofa sem annast skipulagningu ferðarinnar í samvinnu við Iceland Geothermal

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir nú viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja á sviði verkfræði og orkumála til Níkaragva. Það er  Íslandsstofa sem annast skipulagningu ferðarinnar í samvinnu við Iceland Geothermal, en tilgangur hennar er að kynna íslensk fyrirtæki á þessu sviði fyrir heimamönnum og skoða möguleika á samstarfi á sviði jarðvarma, í boði þarlendra stjórnvalda.

Ferðin er tilkomin í kjölfarið af komu Dr. Paul Oquist Kelley, ráðherra þróunarmála í Níkaragva, hingað til lands síðastliðið sumar. Dr. Kelley kom hingað  til þess að kynna sér hugsanlegt samstarf við íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma. Í framhaldinu bauð forseti Níkaragva íslenskum fyrirtækjum að koma þar til lands og kynnast aðstæðum og kynna sína starfsemi.

Talsverðir möguleikar eru til nýtingar jarðvarma í Níkaragva, og mun sendinefndin skoða alls níu jarðvarmasvæði sem eru talin geta gefið af sér um eða yfir 1000 MWe. Líklegt er að tvö til þrjú svæði verði valin til frekari rannsókna og þá mögulega í samvinnu við íslensk fyrirtæki.

Hópurinn mun eiga fundi með ráðherrum orku og iðnaðar og kynna starfsemi sína fyrir leiðandi aðilum í orkumálum í Níkaragva.

Sendinefndinni var mjög vel tekið og birtust langar fréttir í vefmiðlum og sjónvarpi enda sýnt beint frá fundinum með Ortega forseta.
Sjá dæmi um umfjallanir hér að neðan:

EL 19 Digital
Viva Nicaragua Canal 13
Frétt atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um ferðina

Jón Ásbergsson og Ortega forseti Níkaragva

Deila