Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. apríl 2018

Viðskiptasendinefnd til Japan

Viðskiptasendinefnd til Japan
Í tilefni af heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra til Japan dagana 26. maí til 1. júní nk. býðst aðilum úr viðskiptalífinu að slást í för með ráðherra og nýta tækifærið til að efla og styrkja milliríkjaviðskipti landanna.

Það eru viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, Viðskiptaráð Íslands, Japansk-íslenska viðskiptaráðið, Íslensk-japanska viðskiptaráðið og Íslandsstofa sem í samvinnu standa að undirbúningi.
 
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is, sími 511 4000, fyrir 30. apríl nk

Upplýsingar varðandi dagskrá verða sendar út þegar þær liggja fyrir.

Deila