Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. nóvember 2011

Viðskiptatækifæri fyrir umhverfistæknifyrirtæki

Þann 9. nóvember var haldinn morgunverðarfundur á vegum Íslandsstofu og Clean Tech Iceland (CTI), samtaka íslenskra umhverfistæknifyrirtækja, og var fundurinn vel sóttur.

Farið var yfir hvert hlutverk CTI samtakanna er, hvaða þjónustu nýstofnuð Íslandsstofa veitir, og kynnt var nýtt markaðsverkefni fyrir umhverfistækni sem hefst í lok mánaðarins.

Aðalræðumaður fundarins var fulltrúi Green Business Norway sem kynnti starfsemi samtakanna sem saman standa af yfir fjörtíu umhverfistæknifyrirtækjum. Í hans máli kom m.a. fram að samstarf á milli fyrirtækja væri mikilvægur þáttur þegar hugað væri að markaðssetningu erlendis.

Deila