Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. nóvember 2011

Viðskiptatækifæri í Finnlandi og Eistlandi

Í síðustu viku hélt Íslandsstofa vel sótta kynningu á viðskiptatækifærum í Finnlandi og Eistlandi.

Aðalræðumaður dagsins var Carl de la Chapelle, finnskur ráðgjafi sem býður íslenskum fyrirtækjum aðstoð sína við að koma sér inn á þessa markaði.
Í máli hans kom m.a. fram að í Finnar væru mjög alþjóðlegir í öllum viðskiptaháttum og að rúmlega 90% þjóðarinnar undir þrítugu talar ensku.
Finnski og eistneski markaðurinn er kjörin leið, bæði út frá menningarlegu- og landfræðilegu sjónarmiði, til að sækja inn á rússneska markaðinn og önnur lönd í austrinu þar sem tugir milljóna búa.

Dagskrá fundarins og kynningu Carl de la Chapelle má nálgast hér að neðan.

DAGSKRÁ

Íslandsstofa – Hermann Ottósson, forstöðumaður Markaðsþróunar

Starfsemi Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins – Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður FinIce

Kynning á finnsku viðskiptaumhverfi og tækifærum – Carl de la Chapelle, General business consultant

- Almennar upplýsingar um markaðina í Finnlandi og Eistlandi
- Viðskiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
- Þjónustan sem er í boði fyrir íslensk fyrirtæki

Einnig gafst kostur á viðtölum við Carl um viðskiptatækifæri í Finnlandi að kynningum loknum og nýttu fjölmargir sér það.

Reynslusögur fyrirtækja:

- Að kaupa og eiga fyrirtæki í Finnlandi – Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, eigandi Pizza Hut í Finnlandi
- Að markaðsetja íslenska vöru á finnska markaðinum – Antto Ratia CEO of SKYR í Finnlandi
- Að eiga viðskipti í Finnlandi – Pekka Makinen – Country manager Icelandair í Finnlandi

Almennar umræður og spurningar

Deila